Sælt veri fólkið, ég er með fartölvu sem ég nota í skólanum og tengist þar á þráðlaust net. Ég á við það hvimleiða vandamál að stríða að í hvert sinn sem tölvan tengist við netið þá signar windows messenger sig sjálfur inn, alveg óumbeðinn. Ég nota hinsvegar bara MSN messenger og signa mig inn á honum þegar mig langar til en þegar ég kemst inn með honum þá poppa upp skilaboðin frá Windows Messenger í horninu “you have been signed in at another location”. Annað sem er leiðinlegt við að hafa þetta svona er að þegar sambandið rofnar við þráðlausa netið þó að ekki sé í nokkrar sekúndur þá tekur windows messenger stjórnina þegar sambandið næst aftur og signar sig inn og um leið útaf MSN messenger náttúrulega. Þetta er ekki alvarlegt mál svosem en einstaklega pirrandi samt sem áður, ég hef skoðað allar stillingar á dýrinu og hef hvergi fundið neitt til að slökkva á þessu sjálfvirka inn-signi. Kannske er ég bara blindur samt og kalla því á hjálp ykkar til að leysa þennan vanda.