Keypti árspakka með router hjá símanum í nóvember sl. Hef ekki verið tengdur interneti fyrr. Sölumaðurinn taldi að 100mb tenging væri hæfileg fyrir kall eins og mig.
Netið er bara svo skemmtilegt að þegar ég var kominn upp í 870mb, það sem af er þessum mánuði, langaði mig til að stækka áskriftina og hringdi í þjónustulínuna þar sem mér var sagt að ekki væri hægt að breyta þessu á tímabilinu. Er það virkilega rétt?