Ég er í svaka vandræðum. Í hvert skipti sem ég reyni að opna google.com í tölvunni heima hjá mér kemur allt önnur síða upp. Ég er búinn að lesa alla korka sem ég hef fundið á huga.is varðandi svipað vandamál en engin nothæf svör við þeim hafa borist. Ég er búinn að prófa að nota forritin Spybot search and destroy og Ad-awere og eyða öllum spybot-um sem var á tölvunni. Samt sem áður get ég ekki komist inn á google.com. Það eru að vísu 3 - 4 spybot-ar sem koma aftur og aftur (virðast vera þeir sömu). Er einhver snillingur sem getur veitt mér þá aðstoð sem ég þarf, þ.e.a.s:

1. komast á google.com og
2. að losna við þessa spybot-a sem koma alltaf aftur og aftur

Með fyrirframþökk,
HK