Hæ, fyrir 5 dögum installaði ég Windows xp pro, með sp1 og svo installaði ég adsl driverunum mínum
og allt gekk vel, en svo eftir að hafa verið tengdur í svona rúmlega 5min tók ég eftir að
netið var óvenjulega hægt. Ég hélt að þetta væri bara einhvað hjá Vodafone og hugsaði ekkert
meira um þetta. Svo núna í fyrradag komst ég að því að ég var að uploada á 10kbs, ég var
ekki að senda neinum neina fæla á irc eða msn eða neitt, svo ég ákvað að setja upp firewall.
Ég downlodaði nýjasta Sygate og viti menn, strax og Sygate var kominn upp byrjaði það að
blocka major og critical árásir frá hundruðum ip talna. Ég prófaði að backtrace-a nokkrar
og þetta voru allt íslendingar (xdsl.is, itn.is ofl)

Ég ákvað að senda Vodafone (er með adsl 256k hjá þeim) email og
spurja hvort þeir gætu ekki gert einhvað fyrir mig, breytt ipunni minni eða eitthvað en
svarið sem ég fékk var “hringdu í 1414 og gefðu okkur nánari upplýsingar um þetta”.
Ég gerði það í dag og svarið sem ég fékk var að ég yrði bara að sætta mig við þetta því
það væri ekkert sem þeir gætu gert. Þar sem Sygate var að taka svolítið mikið memory ákvað
ég að prófa annann firewall. Ég hafði heyrt að BlackIce væri góður svo ég downlodaði honum.
Tók strax eftir því að hann tók næstum 5sinnum minna memory. Þegar ég fór svo að skoða ipurnar
sem voru að ráðast á mig í blackice tók ég eftir nokkrum skemmtilegum ipum/dns-um:

IP: 81.15.30.2 DNS: gw2.althingi.is
IP: 194.144.188.212 DNS: port26.hafnarfjordur.is
IP: 130.208.138.199 DNS: a199.starfsm.hi.is

Ég var að fá serious árásir frá þessum, og mörg hundruð öðrum.




Ég var að spá hvort einhver hér geti bent mér á hvað væri best að gera? Vodafone vilja ekki
breyta ip-unni hjá mér eða hjálpa mér neitt meira. Báðir firewall-arnir ná ekki að blocka allt
upoadið (er ennþá að uploada, að vísu mun minna en áður og stundum stoppar það í nokkra klst)
Þarf ég bara skipta yfir í símann eða einhvað?
Einnig langar mér að vita hvort ég geti fundið út hversvegna þessar ipur eru að ráðast á mig?
Er þetta einhver vírus eða einhvað? Afhverju ég?
Er einhvað að broadcasta ipunni minni? ef svo er hvernig get ég fundið út hvað?

Búinn að updeita norton anti virus og scanna oft, einnig er ég búin að downloda nýjasta adaware.
Búinn að prófa reinstalla adslinu, downloda öllum update-um fyrir windows og internet explorer.
Er alveg að brjálast, vona bara að einhver hér geti hjálpað.

Með fyrirfram þökkum.<br><br>&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;
&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;&#9604;