Hvað finnst ykkur um þessi nýju tilboð símfyrirtækjanna um aukinn hraða á ADSL tengingum? Mér finnst þetta vera blekking þar sem verð á nirðurhali erlendis frá er enn það sama. Þetta þýðir að nú er hægt að hlaðaniður efni á skemmri tíma og hættan er sú að fólk hlaði því meiri efni niður og kostnaðurinn verður mun meiri vegna niðurhals. Fólki sem er að fá sér ADSL er jafnvel talið trúum að 100 mb niðurhal erlendis frá sé nóg fyrir venjulega notkun á Internetinu, þær upplýsingar fékk ég á sínum tíma. Það er ekkert fengið með auknum hraða ef verðið lækkar ekki á niðurhali erlendis frá. Erlendis er ekki borgað svona mikið fyrir niðurhal. Láttum í okkur heyra.