Ég hef spurningu er varðar firewall á routernum mínum. Þannig er mál með vexti að ég spila eilítið c&c Generals á netinu, leikurinn þarf að hafa aðgang af eftirfarandi portum: tcp: 80, 6667, 28910, 29900, 29920 udp: 4321, 27900 ef ég vitna nú í readme skránna sem fylgdi með kvikindinu.
Fyrst þegar ég eignaðist leikinn reyndi ég að spila en gat ekki út af firewallnum, gaur sagði mér að ég þyrfti að opna port, ég fer inní router uppsettninguna og inní SUA/NAT gluggann, þar leiðbeinir gaur mér að setja töluna 8000 í START PORT og 30000 í END PORT og svo lan ip töluna mína í server ip. Ok ef ég skil þetta rétt þá er ég að opna öll port á bilinu 8000 - 30000 á mína tölvu? Ef svo er þyrfti það þá ekki að vera 80 - 29920? Er ekki hægt að velja bara þau port sem ég vill opna frekar en að opna fyrir nánast öll port sem til eru? Hver er svo munurinn á tcp porti og udp porti?

Fyrir fram þökk.<br><br>BF1942: [Fantur]Torquemada
<a href="http://www.simnet.is/fantar">Fantar</a