Ég er í fokki með tölvuna. Ég sendi email á einhver þjónustunetföng hjá tölvufyrirtækinu sem ég keypti tölvuna frá en fékk engin svör. Ég læt því bréfið sem ég sendi hér inn, með upplýsingum og öllu. Vonandi nennir einhver að lesa þetta og hjálpa mér!
Hér er bréfið sem ég sendi til þeirra með upplýsingunum:


“Ég er með tölvu (með Windows XP) frá ykkur sem fékk í sig vírusinn fræga sem verið hefur að gera allt vitlaust, þessi restart vírus. Allavega, mér tókst eftir nokkurt puð að koma honum úr tölvunni minni en hann virtist alltaf koma strax aftur. Ég reyndi alltaf að installa security patch sem Microsoft bjó til og setti á netið en ég fékk alltaf error message þegar ég reyndi að installa því:



“KB823980 Setup Error

Setup could not verify the integrity of the file Update.inf. Make sure the Cryptographic service is running on this computer.”



Þess vegna gat ég ekki komið upp vörn fyrir því að veiran kæmi alltaf aftur. Ég fór því á ZoneAlarm heimasíðuna og fann firewall sem lokaði á að vírusinn kæmist aftur inn. Þetta var ágæt tímabundin lausn. En ég vil koma þessu security patch-i í tölvuna mína. Þetta hefur eflaust eitthvað skemmst eða skaddast eftir vírusinn, þessi Cryptographic service. Ég fór í Control Panel – Administrative Tools – Services – Cryptographic Service og klikkaði á properties þar. Þar var sett á Startup type: Automatic og þetta virtist vera í gangi, þvert á það sem Setup Error glugginn sagði.

Ég var að spá hvort þetta væri ekki eitthvað í ólagi því að það stendur þarna líka: Path to executable: C:\WINDOWS\system32\svchost.exe -k netsvcs



Var ekki þetta svchost.exe dæmi í vírusnum, eða vírusinn notaði það til að gera eitthvað í tölvunni, ekki satt? Ætli það sé eitthvað í ólagi þá núna?



Ég var einnig með annað vandamál tengt þessu held ég. Ég fór á microsoft.com og ætlaði að updeita Windows XP hjá mér (þar sem maður nær í service pack og svona fyrir Windows, þið kannist við þetta). Síðan skannar hvaða updeit maður þarfnast, ég var með 3 critical updates sem ég þurfti að downloada, allt einhverjir security patchar. Þegar ég er búinn að downloada þeim og þetta fer að installast automatískt þá kemur annað error message:



“Software Installation.

The Software you are installing has not passed Windows Logo testing to verify its compatibility with Windows XP. (Tell me why this testing is important.)

This software will not be installed. Contact your system administrator.”



Þetta er nú mesta bullshit því að þetta var á heimasíðu microsoft og ætti því að vera í fínu lagi með þetta. En ég tók eftir öðru í properties í Cryptographic Service dæminu, þar stóð í Description:

“Provides three management services: Catalog Database Service, which confirms the signatures of Windows files; Protected Root Service, which adds and removes Trusted Root Certification Authority certificates from this computer; and Key Service, which helps enroll this computer for certificates. If this service is stopped, these management services will not function properly. If this service is disabled, any services that explicitly depend on it will fail to start.”



Er það ekki það sem er að þarna líka, þessi Cryptographic service er eitthvað að klikka. Sér það ekki líka um svona dótarí, signatures og authority dæmi á svona windows updeitum?





…eða er ég alveg að bulla mig í kaf? Þetta er kannski svolítið óljóst hjá mér, ég kann ekki öll þessi hugtök og hvernig þetta allt virkar. Ég vona samt sem áður að þið hafið tíma til að lesa þetta og hjálpa mér, ég skrifaði bara allt niður sem ég hélt að væri að, svona til að reyna auðvelda ykkur að finna vandamálið. Ég vissi ekki hvert ég átti að leita annað en til ykkar fyrst tölvan er nú þaðan, ekki að þetta sé einhver galli í tölvunni, bara þessi fjandans vírus að verki (býst ég við). Ekki tekur ábyrgðin á tölvunni fyrir skaða eftir vírus, þ.e.a.s. ef þetta er þá skaði eftir vírusinn, þetta eru nú bara getgátur hjá mér.”



PLEASE HELP ME!