Hefur einhver sem búsettur er úti á Álftanesi (bessastaðahreepur,225) sem spilar tölvuleiki á netinu tekið eftir því að hann laggi? en hvað með fólk sem býr úti á landi (ég er að tala um adsl tengingar)?

Af því fólki sem ég hef hitt þá stendur Álftanesið verst að vígi hvað þetta varðar. Fólk á Hornafirði er með betra “ping” en Álftnesingar. Af hverju?
Eina ástæðan sem ég get séð er sú að eitthvað virðist vera að adsl-inu út á Álftanes. (ef einhver getur komið með betri ástæðu látið mig vita)

Þá spyr ég: hvað er þetta annað en mismunun. ADSL notendur á álftanesi sem greiða alveg jafnmikið fyrir ADSL-tenginguna og ADSL notendur á Hornafirði en fá ekki eins góða tengingu. Eiga Hornfirðingar frekar skilið betri ADSL tengingu en Álftnesingar. NEI! Þetta er greinileg og ömurleg mismunun.(ef þú býrð á Hornafirði, þá hef ég ekkert á móti Hornarfirði, þetta er bara dæmi.) Fjöldamargir hafa rætt við Símann en ekkert gerist. Ekkert.

En ekki er Íslandssími(þá) betri. Þeir rukkuðu bara, og settu alla notenduna á Landssímallínur. Ekki gott.

Því segi ég. Stöðvum þetta, við viljum enga búsetursmismunun.

Lagið þetta!<br><br>“There are obviously many things which we do not understand, and may never be able to.”
[Leela, Ship Operations AI, UESC Marathon]