Ég var að skoða PC World um daginn og rakst ég á grein um echo.com. Ég las og varð mjög spenntur og prófaði að kíkja á hana. Echo.com er í raun síða þar sem þú getur búið til þína eigin útvarpsstöð. Þú velur bara hvernig tónlist þú vilt hafa á stöðinni. Þessi síða byggir á flash og virkar bara helv… vel. Síðan getur maður líka gefið lögunum, hljómsveitunum og plötunum sem maður hlustar á einkun og hefur það áhrif á hvaða tónlist er spiluð. Síðan geturru líka boðið fólki að hlusta á síðuna. Síðan færðu líka stig fyrir hvað þú hlustar mikið.

Allir á echo.com