Ads2Null Góðan daginn,

Okkur undirrituðum langaði að koma á framfæri við ykkur hugbúnaði sem við höfum verið að búa til að gamni okkar undanfarið.
Hann nýtir hosts skrár á tölvum til að loka popup-gluggum sem koma frá ákveðnu síðum.

Það eru eflaust margir sem vita ekki hvað hosts skrár gera. Þessi svokallað hosts skrá er geymd undir windows\system32\drivers\etc möppunni á WinNT/2000/XP vélum. Þessi skrá er hluti af TCP/IP staðlinum. Með þessari skrá getur notandinn gefið vissum ip tölum “nafn”, t.d. localhost verður 127.0.0.1. Ávalt er farið í þessa skrá áður en fyrirspurn í DNS er gerð, Þannig að ef þú skrifar localhost í browserinn þinn, þá er byrjað á því að fara í þessa skrá. Færslan localhost finnst þar með vísunina á 127.0.0.1 og því er beiðninni vísað á þá tölu (sem er tölvan þín).

Virkni forritsins er þannig að við erum með server þar sem við geymum lista yfir illræmd lén, svo sem gator.com, ads.dblclick.net o.sv.frv. Forritið sjálft sér svo um að sækja þennan lista og skrifa hann í hosts skrána á tölvunni ykkar, og lætur þessi lén vísa á IP-tölu á server sem við erum með. Á þessum server er lítið skjal með javascripti sem lokar glugganum. Mjög einfalt en skilvirkt kerfi.

Í forritinu er möguleiki á að senda okkur tillögu að léni sem ætti að “loka” fyrir. Allar tillögur eru reyndar ritskoðaðar af okkur, þannig að við þurfum að samþykkja þær áður en þær fara í listann.

Forritið sér einnig um að sækja uppfærslur af listanum sjálfkrafa ef þess er óskað.

Ef notandi rekst á síðu sem hann vill geta komist inná, en hefur verið lokað af forritinu, þá er lítið mál að finna það í forritinu og fjarlægja hakið fyrir framan og þá mun sú færsla í hosts skránni verða óvirk.

Forritið er ennþá á beta stigi og bara í notkun hjá okkur og nokkrum kunningjum. Það væri gaman ef þið gæfuð ykkur tíma í að skoða þetta og senda okkur athugasemdir ef einhverjar eru.

Þekkt mál/böggar:

1. Stundum verður maður að loka forritinu áður en slökkt er á windows. Einhverra hluta vegna er eins og forritið hangi, þannig að það slökknar ekki á því með windows'inu.

2. Vegna eðli hosts skráa, þá eru þær ekki notaðar ef fólk notar Proxy-þjón til að tengjast netinu. Þess vegna mun þetta ekki virka hjá þeim sem nota proxy. Ekkert við því að gera.

Hérna getið þið nálgast forritið:
http://close.null.is/files/client/ads2null.exe

Ef þið hafið einhverjar spurningar, postið þá bara kommenti á þessa grein.

Kveðjur,
Þorgeir, Haukur og Bjössi.