Samkvæmt tlkynningu sem Microsoft sendi út 29. Október hafði tölvuþrjóturinn fengið aðgang að kerfum Microsoft í gegnum einkatölvu starfsmanns fyrirtækisins og notað til þess vel þekktann orm sem heitir QAZ. QAZ ormurinn hefur verið þekktur í 3 mánuði og virðist þessvegna sem starfsmaðurinn hafi verið búinn að slökkva á vírusvörnum sínum þegar honum var sendur tölvupóstur sem innihélt orminn. Öryggis starfsmenn Microsoft fylgdust með tölvuþrjótnum í tvo daga meðan hann bjó til notendanöfn til að komast inn á kerfi Microsoft og það var þá sem tölvuþrjóturinn náði að sjá Source-Code fyrir hugbúnað sem Microsoft var að hanna.
Microsoft segir að tölvuþrjóturinn hafi ekki náð að breyta kóðanum heldur aðeins skoða hann og hefur FBI fengið málið til rannsóknar.