Frekju-markaðssetning Mikið andskoti er ég orðinn pirraður á öllu þessu crapi sem er búið að safnast upp í Windows-tölvunni minni upp á síðkastið.

Einhver óþarfaforrit sem ég kem aldrei til með að nota hafa einhvern veginn komist inn í tölvuna mína og allar “shared” vélar sem ég nota og keyra á Windows. Bonzi Buddy, Gator og nú síðast the Digital Music Network sem flokkast undir þau forrit sem dreifa sér með einhverkonar frekju-markaðssetningu.

Þessi forrit gera lítið annað en að safna upplýsingum um okkur og hvað við gerum á Netinu. Hvaða síður við skoðum, að hverju við leitum og jafnvel hvaða lykilorð við notum til þess að nota ákveðna vefi.

En hvernig komast þessi forrit í tölvuna manns?
Það eru notaðar margar aðferðir til þess að koma þessu drasli inn í vélarnar okkar.
Sum af þessum forritum dreifa sér sem einhverskonar “bónus” með öðrum forritum sem við náum í á Netinu t.d. með Guntellaforritinu LimeWire.
Sum forritin nota Install-on-demand möguleikann í Internet Explorer til þess að dreifa sér. Sem þýðir það að á sumum heimasíðum kemur um lítill gluggi sem segir við mann “You need Gator to be able to use this website correctly” eða eitthvað álíka og bjóða manni upp á það að installa litla, ógðeðslega forritinu Gator sem “man fyrir þig lykilorðin”.

—————-

> Ekki setja upp nein forrit eða aukaforrit upp á vélunum ykkar nema þið vitið hvað þau gera og þið hafið einhverja ástæðu til þess að nota þau.
> Fyrir kerfisstjóra, takmarkið möguleikana sem venjulegir notendur hafa til þess að installa forrit.
> Fáið ykkur Linux eða Mac.