Í vikunni setti Google félagsvefinn Google+ á netið sem á að taka við af Google Buzz.

Þeir sem ekki vita hvað Google+ er þá er það félagsnet á vegum google. Það gefur þér möguleika til þess að tengja saman aðra félagsvefi eins og Facebook og Twitter.

Helstu möguleikarnir eru:
- Circles: Þar geturðu flokkað fólk í “hringi” sem er einskonar flokkun fyrir fólkið þar sem þú hefur “hring” t.d. fyrir vinnufélaga, skólafélaga, þá sem eru með þér í einhvers konar tómstund og svo framveigis.
- Hangouts: Virkar eins og Skype yrði fellt inn í félagsnet. Þú getur bæði séð og talað við félaga þína á félagsnetinu. Slík þjónusta hjá Skype kostar c.a. 1.500 kr á mánuði.
- Instant upload: Þessi möguleiki gerir þeim sem setja allar myndir inn á félagsnet að láta þær sjálfkrafa fara inn um leið og þær eru teknar.
- Sparks: Þessi möguleiki gerir þér kleift að fylgjast sérstaklega með því sem þú bætir við sem hlutur sem þú hefur áhuga á.
- Huddle: Einfaldlega hópspjall.

Eins og er fá aðeins ákveðnir notendur aðgang að síðunni en þeir geta boðið vinum sínum sem geta boðið öðrum en von bráðar verður þetta opið öllum.

Mark Zuckerberg tjáði sig um málið í dag (30/6) og segir í samtali við Reuters fréttastofuna að í næstu viku kemur eitthvað æðislegt.

Mér persónulega finnst þetta spennandi. Google er í miklu uppáhaldi hjá mér en samt myndi ég ekki geta hugsað mér að hætta á Facebook. Hvað finnst þér?
Sviðstjóri á hugi.is