Takk fyrir skiljanlegt og mannlegt svar :)
Ég geri mér mikla grein fyrir því að ég er ekki nógu duglegur að skýra út fyrir fólki af hverju / og hver tilgangurinn sé með topplistanum.
Til að gera langa sögu stutta og skýra smá hvað ég “amatörin” er með í huga, skrifa ég smá lýsingu:
Ég á son sem er 15 ára og einhverfur. Fyrir nokkrum árum síðan gerði ég heimasíðu til þess að skrifa reynslusögu mína á því hvernig það er að eignast langveikt barn (þetta var áður en bloggið sló í gegn) Þegar ég ætlaði að koma heimasíðunni minni á framfæri á Íslandi var það hægara sagt en gert… það var þá sem mér datt í hug að gera vefsíðulista þar sem allir vefsíðueigendur gætu skráð sig að kostnaðarlausu. (Íslenskar heimsaíður, blogg, myspace, flickr o.s.frv)
Heimasíðan mín var að sjálfsögðu á Google.. en prófaðu að skrifa “einhverfa” á Googl og þú færð yfir 50.000 hits. Einhver þarf bara að hafa skrifað “Einhverfa” til þess að vera með á Google.
Ég er 100% amatör og þessvegna vildi ég nota Hugi.is til þess að fá “hjálp” ekki dónaskap og fáfræði. Harður dómur er góður dómur, svo að listinn verði betri. Dónalegir dómar gefa mér ekkert nema vonleysi.
Ég get alveg tekið því að fólk hafi skoðun á því hvernig ég haga mér.. en það særir mig að fá athugasemdir sem stela “orku”
Kv,
Gunna
Það notar enginn leit.is nema eldra fólk. Yngra fólk er venjulega nógu fært til að finna það sem það vill á netinu. Gott hjá þér að gera eitthvað sem þú hefur trú á, en mér þykir leiðinlegt að seigja að ég sé ekki þessa síðu ganga upp. Ef hún gerir það þá bara props fyrir þér.
En ef þú ert kominn með bunch af myspace, facebook, bloogum plús allskonar öðrum síðum, þá sé ég ekki að það sé minni frumskógur heldur en að haka við “leita aðeins að íslenskum vefsíðum” á google, plús það er rosalega erfitt að keppa við leitarvél google í gæðum, hún er bara einfaldlega það besta sem býðst.
0