Hvað er Topplistinn?

Svar:
Fyrir nokkrum árum síðan var sonur minn greindur með einhverfu. Þar sem þetta var áður en bloggið sló í gegn gerði ég heimasíðu. Þar gat ég og konan mín tjáð okkar reynslu á því hvernig það er að eignast langveikt barn. Þegar ég ætlaði síðan að koma heimasíðunni á framfæri á Íslandi, var það hægara sagt en gert.

Það var þá sem mér datt í hug að gera Vefsíðu Topplistann. Mig langaði að gera miðstöð fyrir íslenskar vefsíður þar sem allir gætu verið með.. ókeypis!

Ég er búinn að vera keppast eins og rjúpan við staurinn.. að gera listann og koma honum á framfæri. Ég geri mér grein fyrir því að topplistinn er langt því frá tilbúinn, en er samt frekar sáttur með nýja útlitið.

Það eru margir sem hafa spurt:[/b] En Google, Yahoo eða leit?

Mitt svar er: Prófaðu að skrifa Einhverfa á Google og þú færð yfir 50.000 hits. Á topplistanum eiga allir að hafa möguleika á því að koma vefsíðunni sinni á framfæri að kostnaðarlausu. (Eða ódýrt)

Ég hef stóra trú á því að topplistinn eigi eftir að slá í gegn, en spurningin er… hvað þarf ég að gera?

Kíktu endilega í heimsókn, skoðaðu og gefðu mér harðan dóm. Það er ekkert sem gleður mig meira akkúrat.

Með vinsemd og virðingu,
Gunnar Helgi Eysteinsson
http://www.topplistinn.is