(Kannski þetta ætti frekar að vera á <a href=“/forritun/”>Forritun</a> eða <a href=“/vefsidugerd/”>Vefsíðugerð</a>…)
Mér leiddist hrikalega yfir <a href="http://www.sjonvarp.is/“>sjónvarpinu</a> um daginn og fór því að krassa á blað hugmyndir að samfélagskerfi a la Hugi.is, nema hvað kerfið ætti að ritstýra sér sjálft. Ég þekki 2 svona kerfi, <a href=”http://www.kuro5hin.org“>kuro5hin.org</a> þar sem notendur velja hvort greinar komast inn eða ekki, og <a href=”http://www.half-empty.org“>half-empty.org</a> þar sem greinum er gefið +/0/- eftir því hvort eitthvað vit er í þeim. Ég er að hallast að half-empty kerfinu, þar sem allir hafa séns að senda inn greinar EN ef þeir senda inn mikið bull, líður lengri tími þangað til þeir geta sent næst. Half-empty er með stigakerfi ekki ósvipað hugi.is, nema það virkar öfugt. Það kostar stig að senda inn grein, en þú vinnur þau til baka með því að ritskoða greinar/umræður annara. Ég held þetta sé miklu betra kerfi, sérstaklega þar sem maður er ekki háður því hvort ritstjórar eru í fýlu eða ekki.
Það er margt skrýtið hérna á hugi.is, t.d. týnast greinar sem ekki fá náð fyrir augum ritstjóra (nema ef þeim er hent á kork). HTML í greinum er mjög takmarkað, þó svo að við höfum ritstjóra sem skoða hverja einustu grein, þannig að þeir ættu að sjá fljótt hvort HTML er í lagi.
Einnig þjáist hugi af því sem hægt er að kalla ”færibandasyndrome“, greinar þjóta niður listann áður en maður sér þær. Þetta er vel þekkt fyrirbæri á <a href=”http://slashdot.org“>mjög vinsælum síðum</a>, þar sem maður verður að fylgjast með oft á dag til að vera með í umræðunni.
Svo er furðulegt af hverju maður fær að endurskoða greinar á korkana, en ekki það sem maður póstar sem ”alvöru“ greinar. Maður skyldi ætla að það ætti að vera öfugt?
Kannski ætti maður aðeins að leyfa <a href=”http://www.hugi.is/deiglan/bigboxes.php?box_type=greinayfirlit&grein_id=42163“>heitum umræðurm</a> að komast á forsíðu en þá lendir maður í það sem má kalla útvarpsvinsældarlista einkenni, þar sem vinsælustu lögin eru mest spiluð, af því að þau eru, well… ”vinsælust" :) Ein leið væri að leyfa notendum sem eru aktívir í viðkomandi áhugamáli (eða jafnvel nokkurs konar ritstjórar) að ýta grein upp á forsíðu.
En þetta voru bara svona pælingar í tómum leiðindum, kannski maður haldi áfram með þetta, svona af gamni, ég þegar kominn með vísi að gagnagrunni, þannig að hver veit?