Í morgun fékk ég sendann link frá vini mínum. Ég taldi þetta nokkuð eðlilegt, fæ oft senda linka að sniðugum síðum, þannig að ég smellti og upp poppaði skæðadrífa af einhverjum auglýsingasíðum og einhverri síðu, sem ekki fannst.
Skömmu síðar dundu á mér skilaboð á Messengernum frá þeim sem eru á kontaktlistanum mínum að spyrja mig hvað væri að gerast.
Af því að það var árla morguns var heilinn ekki alveg kominn í gang og þessvegna smellti ég á fyrsta link sem vinnufélagi minn sendi mér og viti menn: Var það ekki íslensk útgáfa af þessum andskotas! Yfir mig dundu reiðiræður þeirra sem voru á kontaktlistanum mínum.
Og nú er ég fúll! Ég er sérstaklega fúll yfir því að einhver íslenskur nörd hafi eytt tíma sínum í að búa til sína eigin útgáfu af þessum vírus! Hann skráði meira að segja sitt eigið domain undir vírussíðuna!

Hér er fréttin um þetta af mbl.is:
Íslensk útgáfa af MSN-orminum Coolnow í dreifingu

Tölvuormurinn Coolnow, sem dreifir sér í gegnum spjallforritið MSN Messenger frá Microsoft, er sagður hafa komist í dreifngu hér á landi. “Notandi fær send skilaboð sem vísa í ákveðna vefslóð. Þessi skilaboð eru stutt og virðast koma frá einhverjum sem notandinn þekkir því nafnið er tekið úr MSN-tenglalista sendanda. Þegar móttakandinn smellir á þessa slóð er hann sendur á síðu sem innheldur JavaScript-kóða. Þessi kóði opnar MSN Messenger forritið hjá þeim sem heimsækir síðuna og sendir slóð vefsíðunnar á alla sem eru í tenglalista móttakandans. Þessi ormur hefur engar aðrar afleiðingar í för með sér aðrar en þær að dreifa sér hratt og taka þannig upp bandvídd á Netinu,” segir í fréttatilkynningu veiruvarnarfyrirtækisins Friðriks Skúlasonar.

Segir að íslensk útgáfa ormsins, sem nefnist JS/Coolnow.B, hafi einnig komist í umferð. Í þeirri útgáfu fá notendur MSN Messenger forritsins send eftirfarandi skilaboð: ‘Skodadu www.whitepowah.com’. Um er að ræða vefslóð sem vísar á íslenskt lén, sem nú er búið að loka. “Þegar notandi smellir á slóðina flyst hann á síðu með sams konar JavaScripti og í hinum útgáfunum af orminum.” Titillinn á þessari síðu segir: “Af hverju er MSN svona gott?“ Á síðunni stendur „Hvítir rúla, með kveðju frá Microsoft.“

Hverjir lentu í svipuðu í morgun? Hvað myndir þú gera ef höfundur ormsins myndi labba upp að þér og grobba sig af “meistaraverkinu” ???