TellmeTwin - alþjóðlegt netsamfélag forritað á Íslandi Síðastliðið 1 ár hefur íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki unnið að því að forrita netsamfélagið Tellmetwin.com.

TellmeTwin er netsamfélag þar sem þú skráir og varðveitir persónuleika þinn. Þú tekur persónuleikapróf eða gefur kvikmyndum, bókum, tónlist ofl. einkunnir.
Þú finnur fólk sem hugsar og er eins og þú (tvífara þína) og notar þeirra prófíl sem valsíu í daglegu lífi (hvaða kvikmynd á að sjá næst osfrv.).

Hugmyndin með þróun TellmeTwin er að auðvelda fólki í sífellt meira mæli að fá sérsniðin meðmæli um hvaðeina sem er í daglegu lífi. Frá fólki þar sem sagan hefur sýnt að hugsar/er eins og þú sjálfur.

Nú er í gangi þróunarvinna sem gengur út á að láta TellmeTwin vinna með sem flestum utan að komandi vefsíðum hvort sem það eru social network síður eða aðrar síður. Dæmi: Að geta leitað að “hip hop” á iTunes sem tvífarar þínir mæla með.

Við hvetjum alla til að skrá sig á www.tellmetwin.com. Einnig endilega ef þið hafið skoðun á hvað má betur fara senda feedback á feedback@tellmetwin.com

Einar CEO TellmeTwin