Ég er að spá í að draga netkapla (Twisted Pair) innan í raflagnir. Skv. Löggildingarstofunni eru til reglugerðir sem segja að raflagnir og fjarskiptalagnir eigi að vera aðskildar (eins og alltaf er í stokkum) en þá er verið að vitna til þess að raflagnir geti truflað merki í fjarskiptalögnunum (en ekki eldhætta eða slíkt). Mig minnir að þó að merki truflist þá áttar netbúnaðurinn sig á því og það bara hægist á gegnumflæðinu.

Það er hægt er að fá Twisted Pair kapla á 49 kr/m og svo skermaða TP kapla á 230 kr/m sem eru eflaust ónæmari fyrir truflunum.

Nú langar mig að spyrja. Hefur einhver dregið Twisted Pair um raflagnir og mælt hraðann? Hefur einhver tölur, eins og t.d. að 100 Mb ethernet tenging hafi dottið niður í 80 Mb eða álíka? Þekkiði einhverjar “reynslusögur” af svona?

Kveðjur,
Alfreð