Ég hef tekið eftir því að hér er mikið talað um ADSL og hvað hin ýmsu fyrirtæki eru að taka netverja þessa lands í ósmurða stjörnuna með verðlagningunni á þeim.
Mig langar að benda ykkur á Fjöltengi orkuveitunnar (tek það fram að ég vinn ekki fyrir þá og er þeim fullkomnlega ótengdur) Fjöltengi Orkuveitunnar er það sama og er auglýst á síðu Linu.net sem Raflína. Þessi tenging fer semsagt í gegnum raflínuna inní húsið til manns. Þessi tenging er fullkomnlega óháð símalínunni og það þarf engann aukabúnað fyrir utan adapterinn (það getur reyndar þurft þétti á truflandi raftæki en það er verið að vinna að lausn á því máli er mér sagt og þéttirinn kostar mann hvort eð er engann pening og þeir koma með hann upp að dyrum). Hraðinn á þessari blessuðu tengingu á held ég að geta farið upp í 1,5Mbit en hann er venjulega um 700Kbit hjá mér og það má bæta því við að það er í báðar áttir ekki eins og í ADSL. Annar stór kostur er að maður borgar sama verð sama hvað hraðinn fer hátt hjá manni, maður borgar bara fast mánaðargjald sem í er falið visst niðurhal og svo 2,4 krónur á hvert MB aukalega. Start gjald er 19.800 minnir mig.
Ég er búinn að nota þessa tengingu í uþb hálfan mánuð núna og er gífurlega ánægður, hraðinn hefur aldrei farið niður fyrir 500Mbit hjá mér og tengingin er fullkomnlega stöðug.
Kíkið á <A HREF=“www.fjoltengi.is”>WWW.FJOLTENGI.IS</A> og lesið meira.

Rx7