Ég sótti mér Opera vafrann um daginn á www.opera.com aðallega var það fyrir forvitnissakir að ég ákvað að prófa, bjóst nú satt að segja ekki við miklu.

En viti menn, vafrinn hefur komið mér þægilega á óvart, alveg fullt af fítusum í honum sem eru ekki í IE eða Netscape.

Eitt það sem maður tekur eftir fyrst að hægt er að hafa marga glugga opna í sama vafranum þ.e. maður þarf ekki að opna vafrann aftur og aftur eins og í IE og Netsc. Það eru bara flipar fyrir ofan adress línuna, ótrúlega þægilegt.

Einnig tekur maður strax eftir að þegar maður hleður inn síðu þá birtist status bar neðst á skjánum sem segir m.a. hversu margar myndir eru á síðunni, hversu stór síðan er í kb og download hraðann í kbs, einnig segir hún í sek og min hversu langann tíma það hefur tekið að hlaða síðunni inn.

einnig er það að fyrir aftan adress línuna kemur leitar gluggi þar sem þú getur valið leitarvél og hverju hún á að leita að án þess að fara inn á síðunna þeirra fyrst.

Svo er líka nokkuð sniðugt að þegar þú opnar vafrann aftur t.d. næsta dag geturðu valið að fara á sömu síðu og þú varst á þegur þú lokaðir honum seinast, án þess að fara í history, gerist sjálfkrafa með einu klikki.

Eini gallinn sem ég er búinn að finna er að ýmis plugin eru ekki til fyrir Opera, þó eru náttúrulega flash og Shockwave plugin til.
líka það þegar maður downloadar honum ókeypis er alltaf helv. auglýsing í hægra horni efst, en hún venst. það er vont en það venst.

Fyrir mína parta er ég búinn að leggja IE, og hef snúið mér að Opera, ég veit að það eru fullt af drasli sem ég á eftir að finnaí honum.

kv
………