Ég hef séð marga hér á netinu velta því fyrir sér hver kostnaðurinn er við það að vafra á netinu og einhverja bölva því að hafa verið teknir í rassgatið af ósvífnum netveitum. Það er nú málið með Landssímann, Íslandssíma og önnur stærri fyrirtæki að þau svífast einskis þegar kemur að einstaklingskúnnum, því það er úr nógu að moða hjá þeim. Upp til hópa er fólk auðginnt fyrir lágum tölum og gefur sér ekki tíma til að kynna sér málin til hlítar þegar kemur að því að taka einhverjum díl, sem jafngildir því næst að selja sál sína þegar maður lætur t.d. Íslandssíma svívirða sig.

En ég ætla að tala um risann.
Reynsla mín af Landssímanum er ekki góð. Í þessu fyrirtæki safnast saman ein mesta þekking sem um getur í fjarskiptatækni á Íslandi, en samt skilar lítið sem ekkert af því sér beint til viðskiptavinanna. Það vinna svo margir þarna að ábyrgðin er engin og auðvelt að velta vandamálum yfir á næsta mann. Einnig er fólk látið hringja í þjónustunúmer Landssímans og Símans Internet en þar er 1/3 af svörunum “Ég veit það ekki. Þú verður að spyrja einhvern annan.”
Sjálfur hringdi ég í 800-7000 til að kynna mér ADSL+ sem ég hafði einhverntímann heyrt um. ADSL+ er ss. ekki það sama og ADSL. Þar ýtti ég á einhverja hnappa þar til ég hafði fengið samband við Símann Internet.
“Síminn Internet”
“Góðan dag, ég ætlaði að fræðast um ADSL+”
“Já, ADSL er svona háhraðagagnaflutningur á venjulegri símal…”
“Neinei… ekki ADSL, heldur ADSL+. Ég frétti að það væri einhver þjónustuauki innifalinn í slíku.”
"Uuh… [smá pælingapása] Já, það er eitthvað sem Skíma er með. Það er meiri þjónusta innifalin í því.“
”Well, já… en hvaða þjónusta?“
”Ég veit það ekki. Þú verður að tala við Skímu.“
”Nújá, veistu símann hjá þeim?“
”Nei.“
”Eh, OK. Takktakk…“
…ég hringdi í 118…
”118, góðan dag.“
”Já, góðan daginn. Mig vantar símann hjá Skímu."
[pikkidípikkidípikk]“Já, það er 800-7000.”
“HA?… en… það er Landssíminn…”
“Já, hér hjá mér stendur Landssíminn - Skíma: 800-7000.”
“Uuuuhhh… Alltílagi þá…”
Ég hringdi svo í 800-7000 og eftir að hafa fengið að tala við almennan þjónustufulltrúa komst ég að því að ég átti að tala við Fyrirtækjaþjónustu Landssímans til að fá upplýsingar um hvað Skíma getur gert fyrir mig með ADSL+. ´Ég fékk samband við þá og að loknu samtali hafði konan sagt mér það eitt sem ég fékk að vita í upphafi að innifalið í ADSL+ sé “einhver aukaþjónusta”.

Vei…..

Ég gæti tekið aðra svona sögu um það þegar ég ætlaði að skipta út GSM síma sem ég er með á rekstrarleigu, en í ljósi þess magns sem ég er búinn að skrifa og þess magns sem á eftir kemur ætla ég að skrifa hraðsoðna útgáfu af sögunni.
Mig vantaði að skipta um síma -> hringdi í Landssímabúðina í Kringlunni -> var á bið í langan tíma og loks svaraði einhver stúlka hjá þjónustuveri Landssímans -> komst að því að hún gat ekki gefið mér neinar upplýsingar -> ég yrði að hringja aftur og vona að einhver í búðinni myndi svara mér áður en símtalið flyttist -> ég hringdi aftur og einhver svaraði -> mér var vísað á Landssímabúðina í Ármúla -> ég lagði ekki í að hringja og fór á staðinn. -> ég talaði þar við dónalegan sölumann sem sagðist ekkert vita um síma á rekstrarleigu, en eftir að ég lagði hart að honum að fá upplýsingar hringdi hann eitthvert og sagði mér svo að fara yfir í Fyrirtækjaþjónustuna og þar myndi einhver Trausti taka á móti mér. -> ég fór yfir og sagðist vera kominn til að skipta út síma á rekstrarleigu og vildi tala við Trausta. -> stúlkan á símanum benti mér á Landssímabúðina við hliðina -> ég sagðist hafa verið þar og vildi tala við Trausta -> hún sagði engan Trausta vinna þarna… …hafði ég ætlað að tala við Tryggva? -> ég sagðist ekki vita það. Einhver hinu megin hefði bara vísað mér yfir á einhvern Trausta. -> “Nei, það var frekar Tryggvi. Hér vinnur enginn Trausti.” -> “OK, þá tala ég við Tryggva” -> “Nei, hann er ekki við.”
Þegar þarna var komið var ég ekki viss hvort ég ætti að rífa hausinn af símastelpunni og hrækja ofan í blóðugan strjúpinn eða falla bara á kné mér og grenja.
Ég ákvað að fara útfyrir og hringja í 800-7000 og gá hvort ég fengi ekki að heyra eitthvað heimskulegt, svona rétt til að redda hjá mér deginum. Svarið sem ég fékk þar var “Það er best fyrir þig að hringja bara í Landssímabúðina í Kringlunni.” …deginum var reddað.

————————

Allavega…
Ég er búinn að skoða ADSL mál niður í kjölinn og hef sett saman þennan lista yfir kostnað við venjulegt 56k/ISDN Internet þar sem hægt er að bera saman tíma á netinu og væntanlegan kostnað miðað við skrefagjöld Landssímans.

Útkomur m.v. 1,56 á daginn – 0,85 eftir 19. og um helgar:

1 klst á dag á kvöldin – 1.581,-
1 klst á dag á daginn – 2.901,-
2 klst á dag á kvöldin – 3.162,-
2 klst á dag á daginn – 5.803,-
3 klst á dag á kvöldin – 4.743,-
3 klst á dag á daginn – 8,703,-
4 klst á dag á kvöldin – 6.324,-
4 klst á dag á daginn – 11.604,-
5 klst á dag á kvöldin – 7.905,-
5 klst á dag á daginn – 14.505,-

Jöfn skipting, 1,205 krónur á mínútu…
1 klst á dag – 2.241,-
2 klst á dag – 4.483,-
3 klst á dag – 6.724,-
4 klst á dag – 8.965,-
5 klst á dag – 11.206,-


Ef maður fær sér ADSL línu hjá Landssímanum (því ekki þykir lengur ráðlegt að láta Íslandssíma svíkja sig með falstilboðum) kostar hún kr. 2.500,- á mánuði m.v. 256Kb flutningshraða. Svo getur maður keypt sér gagnamagnið, og þá helst hjá Internetveitu sem mælir aðeins gagnaflutninga erlendis frá. T.d. getur maður keypt 100 MB á mánuði fyrir kr. 1.220,- hjá þeirri Internetveitu sem ég skipti við. Þetta leggst saman í kr. 3.720 á mánuði.
Fyrir einhvern sem eyðir t.d 2 klst á dag er þetta ekki mikil fórn til að geta fengið háhraða internet og að geta hallað sér aftur og lesið greinar á hugi.is og mbl.is án þess að hafa áhyggjur af því að mínútugjaldið tifi á meðan.

Ég skoðaði þetta fram og til baka, enda eyði ég talsverðum tíma á netinu, en þó ekki eins miklum og ég vildi.
Ég komst að því að það er mesta snilld að versla við litla Internetþjónustu frekar en stóra, því þar er aðhaldið meira og allir eru miklu chillaðri á hlutunum.

Ég skal gefa ykkur dæmi:
Ég var með tvöfalt ISDN hjá Gjorby Internet í Keflavík og greiddi fyrir það kr. 990,- á mánuði. Landssíminn rukkaði kr. 1.490,- fyrir sömu þjónustu þegar ég var með þetta og ég held að þetta hafi hækkað í 1.590,- við uppsetningu vírusvarnar hjá þeim. Stuttu eftir að Landssíminn setti upp vírusvörn gerði Gjorby Internet það sama og þeir breyttu ekki verðinu.

Ég ákvað að fá mér ADSL hjá þeim, því þjónustan þar er helber snilld. Þegar ég var með ISDNið (og líka núna með ADSLinu) var innifalið í áskriftinni: 10MB heimasíðupláss, 3 netföng, vírusvörn og gjaldfrjáls þjónustusími. …og svo kom það sem hinir toppa aldrei:
Ég lenti einu sini í vandræðum með tenginguna mína og hringdi í þá. Þar var einhver náungi að reyna að hjálpa mér með það í gegnum síma en það gekk ekki nógu vel. Eftir nokkra stund sagði hann: “Heyrðu… verðuru heima næsta klukkutímann?” Ég sagði já, og hann bað mig að hinkra bara heima við því það myndi einhver kíkja á staðinn. Ég sagði bara “OK” og lagði á. Hálftíma seinna hrökk ég upp við það að ég myndi náttúrlega þurfa að greiða manninum einhverja fúlgu og ætlaði að hringja og afþakka boðið. Ég sá bíl renna í hlaðið hjá mér þegar ég var á leiðinni í símann. Ég þorði ekki að vera dónalegur og vísa manninum frá, þannig að ég vonaði bara að hann yrði ekki lengi og svo myndi ég láta mig hafa það að borga honum.
Niðurstaðan?
Þetta var eitthvað djöfuls vesen með nýtt mótald sem ég hafði keypt mér og hann var hjá mér í næstum klukkutíma að koma draslinu í gang. Þegar hann var búinn stóð hann upp og bjóst til að fara og ég spurði hann á útleiðinni hvort þeir myndu senda mér reikning.
“Reikning? Neinei… Þetta er frítt.”
Ég varð svo glaður að ég faðmaði hann næstum því. Hann sagði mér svo frá því að þeir væru með eitthvað sem héti “heimaþjónusta” sem væri þannig að þeir leysa vandann heima hjá fólki frekar en í gegnum síma og spara þannig tíma og vesen. Og að þetta væri alltsaman innifalið í mánaðargjaldinu.

Nú er ég með ADSL hjá þeim, keypti mér mótald hjá þeim um daginn og fékk 3 mánuði fría með 1GB inniföldu.
Ekkert nema fucking snilld!

Það sem ég er að reyna að segja með þessu öllusaman er:
Ekki versla við stóru fyrirtækin. Þeim er skítsama um ykkur.
Maður á að versla við litlu fyrirtækin með persónulegu þjónustuna.