YouTube the new Hollywood? Komiði sæl,

Nú ætla ég að gera grein um eina af stærstu netsíðu netsins frá upphafi, Youtube.

Youtube var fundið upp af Chad Hurley, Steve Chen og Jawed Karim fyrrum starfsmenn netfyrirtækisins Paypal.
Hugmyndin var að hver sem er gæti sent inn upptöku sína og orðið frægur fyrir það.
Þeir unnu fyrst í bílskúr en voru svo studdir með 3.5 milljón dollara af fjárfestingarfyrirtækinu Sequoia Capital.
YouTube varð til 15. Febrúar 2005 og útaf sívinsældum hennar fyrstu mánuðina styrktu Sequoia Capital þá um 8 milljónir í viðbót.

Um sumarið 2006 óx YouTube samfélagið til muna. Daglega voru 100.000 myndbönd skoðuð og 65.000 sent inn.
Könnun sem vefsíðan Hotwise.com tók sýndi að 64% af öllum myndböndum á netinu skoðuð í Bretlandi voru frá YouTube.
Brátt börðust sjónvarpstöðvar eins og CBS og NBC um að fá völd á Youtube, tildæmis með SNL (Saturday Night Live) sketchum og brotum úr ýmsum þáttum.
Í Október 2006 keypti Google Youtube á 1.65 milljarða dollara og voru þá vinsældir síðunnar í hámarki og hafa farið hækkandi síðan.

Flestir þeir sem eiga tölvu og hafa ekki lifað á tunglinu síðustu 2-3 árin vita um YouTube og hún er helsta myndbandasíða heims.
Fjórar helstu gerðir af myndböndum á YouTube eru: Teiknimyndir/Animation, Stuttir Þættir (2-10 min), Raunveruleikamyndbönd (slysamyndbönd, fyndin myndbönd) og Vídíóblogg.
Eins og í raunveruleikanum eru alveg eins celebs á YouTube þarsem flest eru útaf framhaldsþáttum eða sketchum eins og Lonlygirl15, Smosh og LisaNova.
Allt er sent inn á YouTube: tölvuleikjamyndbönd, tónlistarmyndbönd, sjónvarpsþættir og atriði úr bíómyndum svo að eitthvað sé nefnt.
Ef þú gerist notandi á YouTube færðu þitt eigið “channel”, það er líkt og myspace nema ekkert blogg og myndbönd í staðinn fyrir lög og myndir, einnig geturu sent inn myndband og valið þín uppáhalds sem aðrir geta svo séð á channelinu þínu.
Mitt channel er http://youtube.com/eGILL3OOO og vinar mins er http://youtube.com/user/AryTwist.
YouTube hefur haldið 3 hátíðir á þessu ári eina í Hollywood, California eina í San Francisco, California og eina í Washington Square Park í New York City.
Eins og flestar netsíður græðir YouTube aðallega á auglýsingum og gróði þess er 15 milljón dollarar á mánuði á meðan rekstrarkostnaðurinn er 5-6 milljón dollara á mánuði.



Ég þakka fyrir mig og vonandi var þessi grein hjálpleg…
Bigg E