Jæja.
Þannig er að ég er tengdur ADSLI hjá ónefndu fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu og allt hefur verið alveg ljómandi gott þangað til ég fékk Visa reikninginn inn um lúguna um þessi mánaðarmót.
Ég hef dowloadað mikklu þennan tíma sem ég hef haft adslið og alltaf bara borgað minn 3000kall til fyrirtækisins. (þess má geta að allt mitt download er innanlands). En ég fékk þvílíka upphæð á Visa reikninginn núna að ég ætla ekki einu sinni að fara með hana :) Þannig að ég hringdi í internetþjónustu aðilann minn til að spurja hverju þetta sætti og ég fékk þau skilaboð að ég hefði farið langt yfir mitt 1GB download. Ég lét þá senda mér sundurliðun á internetnotkun minni og viti hvað þar koma fram já að ég hefði farið langt yfir í síðasta mánuði. Ekki það að ég hafði náð í einhvað meira þá en aðra mánuði en samt fór þetta svona.
Ég spurði þá betur útí hvernig þeir mældu gögnin sem að eru send til manns og þá segjast þeir mæla allt sem fer til manns bæði innanlands og utan. Og ég hringdi þá í simann internet og þeir mæla bara það sem maður sækir út fyrir landssteinana, en ekkert innanlands. Þá hringdi ég aftur niður eftir í minn þjónustu aðila og spurði af hverju þeir rukka fyrir innanlands notkun. Og svörin voru þau að þeir hefðu ekki “EFNI” á því að kaupa búnaðinn sem að flokkar innan og utanlands notkun notenda því hann kostar 3millur og verða því að rukka fyrir allt sem sent er til manns…..

1) Er þetta löglegt að sum fyrirtæki geta rukkað fyrir innanlandsnotkun en önnur ekki?

2) Eru þeir þá ekki búnir að rukka inn það mikið fyrir innanlandsnotkunina að þeir séu búnir að safna þessum 3millum?

3) Ætti maður ekki að birta lista yfir þau fyrirtæki sem að rukka fyrir innanlands notkun og þá sem gera það ekki??

Kveðja.
Borgunar maður Visa reikningsins :)