Vafasöm er sú frétt er ég rakst rétt í þessu á á mbl.is. Þar er birt fréttatilkynning frá Friðriki Skúlasyni ehf. þar sem sagt er að Símaskráin, einnig þekkt sem ja.is, selji lista af tölvupóstföngum til ruslpóstsendenda.

Fréttina má lesa hér: http://mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1223671

Það er nú ekki annað hægt að segja að þetta sé fáránlegt. Hingað til veit ég að margir hafa treyst símaskránni fyrir persónulegum netföngum sínum. Símaskráin ætti að þakka fyrir þeim fyrir það því það er forsenda þess að einhver not sé fyrir þennan miðil (þ.e. sem tölvupóstfangaská). Það virðist þó ekki vera raunin því bæði rukka þeir 570 krónur fyrir skráninguna og eru nú farnir að hagnast grimmt á því að selja þessi netföng út í bæ. Það er merkilegt að þeir hafi ekki áttað sig á þessu og hafi ákveðið þess í stað að skemma miðilinn með þessum hætti.

Þetta er svo enn eitt dæmið um siðleysi íslenskra netfyrirtækja. Mörg áður virðuleg fyrirtæki virðast týna virðuleikanum þegar þau koma á netið og láta stjórnast af skammtímagróðrasjónarmiðum. Hingað taldi ég mbl.is hafa verið hlutfallslega versta hvað þetta varðar en nú er ljóst að símaskráin er komin upp að hlið þeirra. Það merkilega er svo að Íslendingar virðast láta bjóða sér hvað sem er, ef marka má heimsóknartölur mbl.is, og finnst mér það miður.