Góðan dag.

Ég var að fá fréttabréf rétt í þessu, sem meðal annars fjallar um leiðir til að komast á Yahoo leitarvélina. Yahoo er sérlega dintótt leitarvél og þar komast færri að en vilja sem kunnugt er.

Yahoo er ein af fáum leitarvélum sem enn nota handfærð registur og eru allir vefir skoðaðir af fólki áður en þeim er bætt á vélina. Leit.is gerir þetta ennþá líka, en álagið á þeim er jú aðeins brotabrot af Yahoo.

Venjulega leiðin hefur verið að senda Yahoo slóð með “Site Submit” og bíða svo í 6 - 12 vikur eftir niðurstöðu. Nú hafa þeir létt sér vinnuna með því að krefja vefstjóra um slóðalista, “urllist” sem köngulóin þeirra síðan les. Slóðalistinn er einfaldlega textaskjal sem inniheldur slóð hverrar einustu síðu á viðkomandi vef.

Besta leiðin til að gera þetta er að gera slóðalista í Wordpad, skýra hann /urllist.txt og hlaða honum upp á rótina á viðkomandi vefsvæði.

Sem dæmi myndi slóðalisti fyrir Hugverk Vef hafa slóðina www.hugverk.com/urllist.txt og sitja á rót www.hugverk.com Þetta ætti að tryggja hraðari uppfærslu á Yahoo, en vel að merkja er engu að treysta á þeim bæ.

Guð gefi ykkur góðar stundir og falleg páskaegg
kveðja
Björgvin
www.hugverk.com
Björgvin Árnason