Ógeðslegt verð veflykla Ég var að komast að því að skyrr er _umboðsaðili_ Verisign á íslandi.
Og þar af leiðandi sá eini á íslandi sem hefur _leyfi_ til að gefa út gilda Verisgn veflykla.

Þetta er í raun bara leyfi sem þeir eru að gefa út, það getur hver sem er gefið út 128 bita SSL lykil og notað með vefþjóni sínum, tekur c.a. 30 mín að bæði downloada öllu tilheyrandi, compæla, setja upp og skapa veflyklana.
En þá eru þeir ekki _cerified_ frá viðurkenndum aðila - OMG
Þeir bjóða uppá nákvæmlega sömu dulkóðun og sama öryggi, þ.e.a.s kreditkorta númerið þitt ferðast dulkóðað yfir vegi veraldarvefsins.

EN fyrst að það stendur Verisign á lyklinum þarf að borga ….
búið ykkur undir þetta:
105.000 kr fyrir 128 bita veflykil, undirritaðan af Verisign.
OG ef þið viljið skyndiafgreiðslu (sem eru 2 DAGAR!) þá megið þið punga út 20.000 kr til viðbótar.

Mkay, ég ætla nú ekki að skjóta skyrr allveg strax í tætlur með 105.000 kallinum, fyrst ég hef enga hugmynd hvort þetta er standard verð fyrir 128 bita veflykil ala Verisign, en 20.000 kall fyrir 2 daga í afgreiðslu, þetta er fscking 30 mín. verk það er bara hreinn fávitaskapur (sorry strákar)

Nú langar mig að vita, hverjum hérna er ekki slétt sama þó að lykillinn sé ekki undirritaður frá verisign, heldur sjálfu fyrirtækinu sem á heimasíðuna.

Býttar engu :)

Ég get skilið með Verisign digital signature, því þá þarft þú að fara sjálfur uppí Skýrr og flassa persónuskilríkjum og læti og þá færð þú lykil sem sannar hver þú ert on-line, þ.e.a.s getur skrifað undir samninga on-line og læti. þá er gott að vita að það liggji enginn vafi á hver mahr er, svona lykill kostar rúmnar 6 þús. kr.
Mætti nú allveg lækka hann niðri 3 þús kall og auglýsa betur fyrir fólki, fá þetta í mainstream notkun :)

EN ég er allveg ÖSKUFÚLL! yfir 105.000 kalli fyrir veflykil sem í sjálfur sér kostar ekki krónu fyrir þá að gefa út þetta skýrteini, fyrir utan nokkur kb. í harðadisks-pláss.

skandall i tell you !
Addi