Ég er einn af þeim sem að fékk mér loftlinu frá hinu “góða”
fyrirtæki Lina.Net. Ég keypti þetta á þeirri forsendu að þetta væri ódýrara heldur en ADSL tenging Landsímans. ADSL Landsímans myndi kosta mig um 40000 þar sem að ég var með ISDN áður og þarf ég þar að leiðandi “síu” fyrir ISDN. Og svo yrði mánaðargjaldið rúmar 7000 Kr. á mánuði. Þetta allt fyrir 256K ADSL, og einnig yrði Download limit aðeins 1Gb og eftir það yrði ég að borga gjald fyrir hvert Gb.
Svo heyrði ég af Loftlinu hjá Linu.Net. Hún var víst 512K og mun aðeins kosta mig 29.900 að setja hana upp hjá mér, mér líst mjög vel á það og mánaðargjaldið yrði Kr. 7000 og þar yrði ég með 2Gb Download limit, og 1500 Kr. fyrir hvert Gb sem að ég fer yfir. Þetta hljómar náttúrulega margfalt betur en ADSL Landsímans, þangað til núna í nótt, að ég kemst að því að það er heldur betur búið að breyta verðskrá á loftlinunni á heimasíðu Linu.net. Þar stendur að búið sé að hækka stofngjaldið úr 29000 í 49000 og mun nær 50000 heldur en 49000. Mánaðargjaldið er núna Kr. 12300 en ekki 7500, og Download limitið komið úr 2Gb niður í 1Gb og kosta núna hvert Gb sem að ég download-a yfir download limitið 3500. Og ekki nóg með það að þetta sé svona dýrt heldur er ég sífellt að detta út af netinu, ég lagga í leikjum sem að ég spila á netinu, ég dett sífellt út af ircinu, dl hraði hjá mér er mjög breytilegur og netið er stundum mjög sein virkt.

Ég get ekki sagt að þetta hafi verið viturleg fjárfesting hjá mér, enda er ég að fara segja upp minni áskrift af Loftlinu, ekki seinna en strax á morgun:D
“There is no need for torture, hell is other people.”