Norski vafraframleiðandinn Opera Software tilkynnti í dag að útgáfa Opera-vafrans fyrir QNX stýrikerfið yrði notuð í internettölvunum NetVista frá IBM.
Fyrirtækið hannaði QNX-útgáfuna sérstaklega fyrir IBM, en hún verður einnig boðin almenningi á næstu vikum. Framkvæmdastjóri Opera, hinn íslenskættaði Jon von Tetzchner, sagði í dag IBM hafi beðið um þessa útgáfu fyrir sex mánuðum og síðan þá hefði verið unnið að þróun hennar.

QNX er hannað af QNX Software Systems Ltd, og er hentugt stýrikerfi fyrir internettölvur sem búa ekki yfir sömu vinnslugetu og venjulegar tölvur. Slíkar tölvur þurfa vafra sem virkar vel, tekur ekki upp mikið minni og nýtir hinn takmarkaða vélbúnað sem í boði er.

Opera hefur áður unnið að útgáfum Opera fyrir svipuð stýrikerfi, t.d. fyrir EPOC-stýrikerfið, sem notað er á ýmsum smátólum, BeOS stýrikerfið og ýmis önnur.

Fyrirtækið gefur einnig út í dag lokaútgáfuna af Opera 5.0 fyrir Linux. Hana er hægt að fá ókeypis, en þá eru auglýsingar innbyggðar í vafrann, en einnig er hægt að borga um 4.000 krónur fyrir auglýsingalausa útgáfu.
In the future there will be no jobs