Ebay mín reynsla Öll þekkjum við ebay og fólk hefur misjafna skoðun á því. Þið hafið eflaust heyrt sögur af því að einhver keypti sér bíl og millifærði á reiking og fékk aldrei bílinn.
En þetta á sér líka stað í verslunum þú ert rændur oft beint eða óbeint þetta er spurning um að sjá fyrir öllu og fara réttu leiðinar.


Ég hef heyrt þetta umtal um að ebay sé bara að svíkja peninga úr fólki.
En það segir bara fólk sem veit ekkert um hvað það er að tala.

Ég hef notað ebay núna í nánast heilt ár og alltaf hefur allt gengið vel hjá mér.
Ég nota greiðslumáta sem er mjög hættulegur þar sem ég set dollara($) í umslag og sendi til seljandans og um leið og hann fær peninginn þá sendir hann vöruna. Þetta hefur reynt mjög mikið á heiðarleika fólksins og alltaf hefur allt gengið vel.

Því að ebay gerir ekkert ef eitthvað feilar í svona þar sem ebay er á móti svona greiðslumátum og fólk ætti að vita að paypal er besti greiðslumátinn þegar verslað er við fólk sem maður þekkir ekki en ef það eru bara litlar upphæðir á ferð þá er reiðufé mjög sniðugt.

Það tekur smá tíma að læra á ebay en það er mjög einfalt þegar maður er orðinn vanur því. Passið að bjóða bara í vörur sem senda til íslands og taka þann greiðslumáta sem hentar þér. Best er að spyrja bara seljandann hvernig þú megir borga, hvað það kostar að senda og hvort hann pakki ekki alveg örugglega öllu vel inn svo það komist heilu og höldnu til Íslands.

Svo ég segi bara allir á ebay og kaupið eins mikið og þið viljið en passið ykkur að kaupa bara tæki sem eru pal og eru 220v annars gæti orðið erfitt að nota tækin hér á íslandi og í evrópu.

Takk fyrir mig.
Segið núna bara ykkar álit
Kv. Pottlok