Sonur minn benti mér á þessa umræðu sem hefur átt sér stað hérna um netmál á íslandi og mér hreinlega ofbauð vanþekkingin og vitleysan sem vellur uppúr fólki.
Fyrir mörgum árum síðan þá vann maðurinn minn hjá símanum og var búinn að gera í mörg ár.
Síðan fékk einn daginn hringingu frá Eyþóri nokkrum Arnalds sem bauð honum að vera með í nýju fyrirtæki sem ætlaði sér að fara í samkeppni við símann, alvöru samkeppni??? Bæði í neti og heimasíma og gsm.
Minn var nú ekki alveg á þessu en á endanum var hann sannfærður og sömuleiðis fleiri starfsmenn símans sem fluttu sig yfir.
Þarna tóku þeir mikla áhættu, fóru úr þægilegu og öruggu ríkisumhverfi símans og yfir til einhvers nýs fyrirtækis sem yrði að öllum líkindum bara loftbóla sem myndi springa með miklum látum.

Maðurinn minn vann nánast stanslaust allt fyrsta árið hjá nýja fyrirtækinu, nótt sem dag.
Það var lagður ljósleiðari um allt höfuðborgarsvæðið og starfsmenn fóru nánst í frítímum sínum og grófu hann sjálfir, slíkur var metnaðurinn og baráttuandinn sem einkenndi þetta fyrirtæki að það var hrein unun að fylgjast með þessu.

Á einu ári gjörbreyttist allt landslag í fjarskiptamálum íslendinga, ADSL fór að hrúast inná annaðhvert heimili enda á ákjósanlegu verði. Það ríkti hart stríð á bandbreiddarmarkaðinu sem endaði svo með því að það var lagt í að leggja nýjan streng til skotlands og kostaði hann fúlgur fjár.

Restina af sögunni þekkja sjálfsagt flestir, upp er komið öflugt fyrirtæki sem veitir símanum harða samkeppni á flestum sviðum og eru með betri þjónustu á sumum þeirra, að komast svona langt kostaði starfsmenn blóð, svita og tár og flest af þessu fólki starfar þarna enn.

Sonur minn eins og áður sagði benti mér á þessa umræðu áðan og það hreinlega bullsýður á mér, er þetta fyrirtæki allt í einu orðið eitthvað hræðilegt bákn sem alla vilja drepa og éta? stela peningum af saklausum notendum og þar fram eftir götunum.
Og hver er ástæðan, jú það var stofnað eitthvað fyrirtæki uppúr engu sem hefur nánast ekkert kerfi sem það á sjálft heldur treystir alfarið á aðra um að þjónusta sig og af því að þeir voru ekki tilbúnir fyrir alla þá kúnna sem þeir plötuðu yfir á fölskum forsendum þá á að bara að kenna öðrum um… óforskammað.

Vil benda fólki á að íslandssími var búinn að vera til í meira en ár áður en þeir fengu sinn fyrsta viðskiptavin.

En núna, mörgum árum seinna er þetta fyrirtæki sem var stofnað úr engu loksins farið að skila hagnaði og hvað þá, þá vilja netnotendur meira, það gengur náttúrulega ekki að fyrirtækið skili einhverjum arði eftir miljarða fjárfestingar…

Ég held í alvörunni að þeir sem skiptu yfir til Hive á sínum tíma og sitja núna og kenna svo OgVodafone um ófarir sínar ættu að líta alvarlega í eigin barm og hreinlega skammast sín…

Þið eigiði hreinlega ekkert gott skilið