Það er augljóst að breytinga er þörf þegar gúrkutíðin er gengin í garð. En mbl fær prik fyrir að ráðast í síðustu breytingar. Að mínu mati væri jafnvel ráðlegt fyrir aðstandendur mbl að leita uppi unga upprennandi hugmyndasmiði sem gætu leitt mbl enn lengra í baráttunni sem er eingöngu af hinu góða fyrir notendur. Visir er eflaust ofarlega en liggur æ oftar niðri sem stuðar sanna netverja. Hugi fær hrós mitt en mætti bæta við flokki sem tengist fjármálageiranum því eins og fyrr segir stendur Visir sig ekki. Visir er hægur og þungur þó umræðurnar þar séu af hinu góða og sannarlega marktækar.