Ég ætla að skrifa smá úttekt á þeim vöfrum sem ég hef notað í gegnum minn tölvuferil.
Ég vara við staf- og málfarsvillum en ég reyni mitt besta.

MS Internet Explorer

Þennan vafra kannast eflaust flestir windows notendur við og jafnvel margir þeirra sem kannast ekki við neinn annan vafra, sem mér finnst grátlegt. Þessi vafri er uppfullur af öryggisgöllum og eru tölvuþrjótar að nýta sér þá óspart, að sjálfsögðu reyna þeir að taka sem flestar tölvur í einu.Download-kerfið er ekki til að hrópa húrra fyrir. Það bíður ekki uppá “resume download” og er ekki að ná sama hraða og t.d í opera. Að vísu er hægt að fá sér svokallaða “download manangera” fyrir IE en oftast eru þeir sorphugbúnaður sem fylgir ekkert nema spamm og leiðindi.
Þú installar varla forriti án þess að það biður þig um að installa toolbar fyrir IE í leiðinni og oftar en ekki er það default stilling sem fer framhjá mörgum fljótfærum windows notendum.
Hann er alltaf náinn gluggakerfinu og hrynur alltaf ef að eitthvað klikkar þar.

Opera 7

Þetta er sá vafri sem ég hef mest notað og hef ég lítið annað en gott um hann að segja. Hann er ókeypis og er hægt að nálgast hann á static.hugi.is,að vísu fylgir saklaus banner efst í gluggan en hægt er að losna við hann með því að kaupa Opera fyrir smá pening.
Mjög aðgengilegt “zoom” kerfi sem er þæginlegt ef maður er að skoða litlar myndir eða lesa of lítin/stóran texta. Download kerfið er mjög skipulagt og bíður uppá resume og einnig sýnir hún allt sem þú hefur hlaðið niður áður, en auðvitað geturu hreinsað út af listanum.
Á heimasíðu Opera er hægt að nálgast mörg flott “skins” eða útlit á vafran ef þú vilt breyta til. Vafrin notar “taps” kerfi eins og ég kalla það en þá er bara einn gluggi (vafrin) og svo hnappar inní honum sem sýnir þær síður sem þú ert að skoða.
Það er innbyggt e-mail í þessu en ég kýs að nota Firebird fyrir minn póst.
Þó er einn galli en það er þegar þú skoðar síður sem eru með mediaplayer fæla er stundum vesen að starta þeim og annað IE based síður.
Ég held að ég sé ekki að ljúga, en hann var kosinn vafri ársins. Til gamans má geta er Íslendingur á bakvið þetta þó að vafrin sé norskur.

Mozilla

Mjög stílhreinn vafri og skylvirkur. Ekki notað hann mikið en sáttur við það sem hann hefur boðið mér. Þessi vafri er að ég held mest notaður hjá Linux notendum en að sjálfsögðu er hann á static bæði fyrir Win og Unix. Hann er ansi skyldur
gamla “góða” Netscape Navigator.

Mozilla Firefox

Þessum vafra mælir hugi.is með og er hann fínn fyrir þá sem nota IE mikið því hann er mjög líkur honum að undanskyldum
öllum öryggisgöllum og toolbar rusli. Ekki samt misskilja mig því ég tala ekki af mikilli reynslu af honum.
Hann bíður einnig uppá “tab” system. Er nýbúinn að fá hér hann og ekki get ég sagt að reynsla mín sé góð því að hann crashaði þegar ég var hálfnaður með þessa grein og allt fór í vaskinn! En gef honum séns :)
Þessi er auðvitað í static.


Ég reyndi ekki að hafa þessa grein neitt sérstaklega hlutlausa, enda er þetta mínar skoðanir og vonandi hjálpa þær ykkur í vali á vöfrum. Og ég mæli með því að þið skrifið greinar í notepad áður en þið sendið inn :)