Eins og virkir lesendur á Hugi.is/netid hafa tekið eftir hef ég nokkrum sinnum velt vöngum yfir háum kostnaði við að sækja gegnum netið erlendis frá. Þetta mál brennur mér á hjarta líkt og svo mörgum netverjum og ákvað ég í gamni mínu að skoða verðmun á því að sækja efni erlendis frá í gegnum netið móti því að fá það flutt hingað til lands með sjóflutningum.

Við gefum okkur að ég hafi fengið að gjöf 58.000 King James biblíur. Á tölvutæku formi eru þær nánast 1024kb og því prýðis gott efni í þessa útreikninga. Ég hef um tvennt að velja; ég get sótt þær allar gegnum netið og greitt fyrir það 2,50kr. pr. MB. til Símans eða fengið þær senda með Eimskip. Í hvoru dæminu um sig lítum við framhjá öllum kostnaði nema nákvæmlega flutningnum sjálfum, þ.e. engin gjöld eða fasta kostnaður (t.d. ekki kostnaði við ADSL tengingu eða leigu á gámnum sjálfum).

Að sækja þessar 58 þúsund biblíur gegnum netið myndi leggjast svona út:
59.392 mb á 2,50 kr. pr. MB eða 148.480 kr.

Ástæðan fyrir því að biblíurnar eru 58 þúsund er að það er eimitt fullur 40 feta gámur. Flutningskostnaður við 40 feta gám á sjóleið hjá Eimskipum (frá Englandi) er 171.000 kr.

Þar af leiðandi væri kostnaðurinn við að fá biblíurnar sjóleiðina 2,94 kr pr. MB.

Flutningstími á sjó væri 4 dagar en að sækja þær gegnum netið á 1024kbps tengingu myndi taka eina 5,49 daga.