Google gefur út yfirlýsingu um GMail Flestir heyrðu um aprílgabb Google um svokallað Gmail en það átti að vera frí þjónusta fyrir hvern sem er, án auglýsinga sem gaf þér 1GB af geymsluplássi fyrir tölvupóstinn þinn. Einnig átti að vera leitarvél sem studdist við Google leitarvélina til að geta farið í gegnum þennan ógrynni af pósti sem gæti safnast saman til að finna það sem þú þarft.

Nú hefur verið staðfest að þetta var ekki aprílgabb heldur er þetta raunverulegur hlutur sem Google er að hugsa um að framkvæma. Eitt þúsund manns hafa fengið aðgang að þessari þjónustu til að prófa hana í nokkra mánuði og munu þeir síðan senda inn til Google athugasemdir við þjónustuna og punkta um hvað þeim finnst að mætti bæta við.

Talsmaður Google, David Krane sagði að fyrirtækið ætlaði að reyna að taka vel eftir viðbrögðum almennings við þessu á næstu misserum um GMail, einnig sagði hann að enginn lokaákvörðun hefur verið tekin og getur vel verið að almenningur fái aldrei aðgang að GMail.

Áform Google hafa vakið gríðarleg viðbrögð frá ýmsum aðilum sem óttast misnotkun á þeim möguleika að maður getur geymt til framtíðar margar milljónir af bréfum og leitað í innihaldi þeirra.

Á mánudaginn gaf Demókratinn Liz Figueroa út yfirlýsingu sem sagði að hún væri að gera uppkast að frumvari sem myndi banna Google að hafa þessa leitarvél svo hægt væri að skoða innihald bréfanna.

Í seinustu viku var þrýst á Bresku ríkisstjórnina að grípa til aðgerða gagnvart þessu áður en það yrði of seint.

Krane segist vera hissa á viðbrögðunum við þessu þar sem aðeins eitt þúsund manns fengu aðgang að þessu og þetta er bara á prufustigi.

Krane tók það einnig skýrt fram að í GMail væri möguleikar sem eru oftast ekki til boða í öðrum fríum e-mail þjónustum og nefni hann sem dæmi að þjónustan birti ekki myndir sjálfkrafa þar sem þær hafa verið þekktar sem tæki til þess að komast í tölvu einhvers aðila.

Þessa grein skrifaði ég sem frétt inná vefinn <a href="http://feitt.stuff.is">Feitt.stuff.is</a>

Ma ngudai - Ingva