Kæri tölvupóstur,

Ég kveð þig nú, og öll mín netföng, nú er bara hægt að hafa samband við mig á MSN eða í GSM síma minn því ég er búinn að gefast upp á þér.

Ég lýsi því hér með yfir að þú ert ónýtur. Loksins er búið að eyðileggja þig, þessa dásamlegu samskiptatækni, með ruslpósti og vírusum. Í dag fæ ég frá þér um 300-400 tölvupósta, þar af 1 eða 2 persónulegan póst…allt annað er rusl og vírusar. Ég skil ekki hvernig ég hef nennt að taka við öllu þessu rugli frá þér, en nú segi ég hingað og ekki lengra.

Bless tölvupóstur, ég segi þér hér með upp!

Já…svona var síðasti tölvupósturinn sem ég skrifaði, viðtakandi ókunnur. En hvað finnst fólki yfirleitt um þennan blessaða tölvupóst, hötum við hann? Elskum við hann? Eða bara bæði?
Þarf maður fokdýrar græjur til að fjarlægja alla vírusa og ruslpóst svo maður geti loksins byrjað að nota tölvupóstinn?