Fyrir nokkrum mánuðum síðan, í sumar ákvað ég að panta mér ADSL. Ég vildi helst sleppa við því að borga mikið og komst þá að því að Ogvodafone buðu uppá ADSL II (512 kb sec). Ég pantaði þá ADSL hjá þeim, beið í 10 daga og þá var þetta komið. Hraðinn hjá mér var um það bil 60 kb. á sekúndu. Þetta var svona fyrstu 3 vikurnar þangað til að hraðanum fór að lækka. Ég hringdi og kvartaði og spurði hvort að það væru einhverjar breytingar í gangi, en svo virtist ekki. Þau sögðu mér að það væri kominn einhvers konar vírus hjá þeim sem að lækkaði hraðann hjá Ogvodafone. Ég spurði hvenær þetta mundi lagast og þau sögðu að það væri óvíst og að ég yrði bara að bíða eftir að þetta lagaðist. 3 mánuðum seinna var hraðinn kominn í lag, en var þá búinn að lækka um 5 kb. á sekúndu. Ég hugsaði með mér : “ok 5 kb. á sekúndu breyta nú svosem ekki miklu…”. Um það bil 2 vikur seinna var hraðinn kominn niður í 40 kb. á sekúndu og ég hringdi og kvartaði aftur. Þau sögðust ætla að hringja aftur í mig en það gerðu þau ekki. Ég hringi aftur 5 dögum seinna og þau sögðust ætla að hringja aftur í mig og hringdu svo 3 dögum seinna. Dálítið seint… Þau sögðust ætla að mæla línuna hjá mér og daginn eftir kom maður til okkar og mældi línuna. Hann sagði mér að það væri allt í lagi með línuna okkar og hann skildi ekki hvers vegna hraðinn væri svona. Ég sagði honum að ég “pingaði” mjög mikið og þá sagði hann mér að hann vissi ekki hvað ping væri. Ég varð MJÖG hissa. Þetta var þá starfsmaður hjá Ogvodafone og hann vissi ekki einu sinni hvað ping væri.
Jæja, u.þ.b. mánuður seinna var komið tilboð að þú gætir uppfært úr 512 kb. á sekúndu yfir í 1 mb tengingu með því að vera GSM viðskiptavinur Ogvodavone. Ég keypti mér þá áskrift hjá ogvodafone til að lækka verðið á nýju tenginguna. Ég beið í viku og þá var nýja tengingin komin. Ég gáði á hraðanum og það var þessu ótrúlegu 43 kb. á sekúndu , og ég átti að vera með 1 mb ! Ég prófaði að tengja aftur gamla mótaldið í staðinn fyrir routerinn og gáði þá hvað gerðist. Þá var hraðinn 75 kb á sekundu. Þetta var ótrúlegt, hugsaði ég með mér og því það hlyti að vera einhver skýring á þessu. Ég tengdi routerinn aftur í samband og hraðinn var þá aftur um 43 kb. á sekúndu. Ég þurfti á routerinn að halda vegna þess að það eru 2 tölvur á heimilinu. Ég hringdi niður í þjónustuverið og fékk að tala við strákana í nethjálpina. Það var voðalega lítið gert í þessu og þeir sögðu mér að fara niður í verslun ogvodafone og fá nýjan router. Ég fór í vikunni að sækja routerinn, en þau vildu ekki láta mig fá hann og sðgðu mér að það hefði hvort sem er ekki breytt neinu. Ég hringdi niður í þjónustuverið EINA FERÐINA ENN, og sama sagan… Ég bað um að fá að sleppa að borga ADSL-ið í þeim mánuði , en það fékk ég ekki. Mér fannst að það minsta sem ogvodafone gat gert var að láta mig sleppa að borga fyrir ADSL-ið í einn eða tvo mánuði, fyrst það hafði svona mikið gengið á hjá þeim. Seinna hringdi ég í ogvodafone og bað um að fá að tala við einhvern yfirmann. Hann sagði mér að það yrði strax eitthvað gert í þessu og að hringt yrði aftur í mig. En neeeii… Nú er um mánuður liðinn og enginn frá ogvodafone er búinn að hringja í mig. Ég hef heyrt annarstaðar ansi marga og ljóta hluti um ogvodafone, og það frá mörgum aðilum.
Svo hérna er staðan: Ég er hérna með ADSL hjá ogvodafone , 1 mb og er að downloada á hraðanum 40 kb á sekúndu, þau hunsa mér algerlega og gera ekkert í þessu. Ég neyðist til að borga fullt verð hvern mánuð fyrir eitthvað sem ég fæ ekki. Hvað á ég að gera ?
Takk fyrir.