Síminn Internet og ADSL! Góðan daginn,

Ég keypti ADSL hjá símanum þann 17. September og tók þá framm að það ætti að vera klárt þann 1. Október.

Á miðvikudaginn eða 1. Október þá hringdi ég í Símann og ADSLið var ekki komið inn og mér var sagt að það ætti að koma seinna um daginn. Það kom aldrei svo að ég hringdi daginn eftir og þá átti þetta að koma um hádegið, svo hringdi í aftur um miðjan daginn og þá átti ég að bíða þangað til eftir sex. Alltaf talaði ég við nýjan og nýjan mann. Fyrsta daginn var mér reyndar sagt að þetta gæti tekið framm á fimmtudag vegna þess að einhver kort voru búinn.

Svo í dag þá talaði ég við einn annan og hann sagði að það mundi koma maður í símastöðina í dag klukkan 12:00. Svo var hringt í mig af einum fulltrúanum og mér sagt að ADSLið mundi koma 12. Október því að það vantaði kort sem að tæki langan tíma að fá. Þá talaði ég reyndar ekki sjálfur við hann en hringdi þegar að mér var sagt þetta og talaði við fulltrúa og var orðinn býsna reiður! Þá var mér sagt að þeir gætu ekkert gert, ekki látið mig hafa bráðabirgðatenginu eða neitt.

Þá fékk ég pabba minn til að hringja í Deildarstjóra gagnaflutningsdeildar. Þá var hann ekki við og við töluðum við annan gaur sem að var undirmaður deildarstjórans sem að var ekki við. Hann var alltaf að leita að einhverjum öðrum til að gefa okkur samband við og hlustaði eiginilega ekkert á okkur. Eins og margir þjónustufulltrúarnir, og við misstum alla þolimæði gagnvart símanum og skelltum bara á.

Hvernig í andskotanum stendur á því að Síminn sé að auglýsa tilboð og svo er ekki hægt að afgreiða það! Mér finnst þetta ömurleg þjónusta og lýsi ég yfir miklum vonbrigðum í garð símanns. Hvað á maður að gera ? Leita til OgVodafone… ekki get ég beðið þangað til 17. Október eftir ADSLi… mánuði eftir að ég pantaði það.

Með von um svör,
bobobjorn.