eða er FRISK með grófar spam sendingar í gangi.

Ég var að lesa nýjasta hefti Tölvuheims, Septemper 7/03 nr.79, og mér var brugðið þegar ég las grein um Vesselin Bontchev einn virtasta sérfræðing í heimi á sviði vírusvarna.

Vesselin sem starfar hjá hinu virta vírusvarnarfyrirtæki Friðriks Skúlasonar, FRISK var á NORDUener 2003 ráðstefnunni og greindi frá niðurstöðum merkrar gagnasöfnunar á vegum fyrirtækisins.

Greinin fjallar um vírus-orm W98M/Groov.a sem herjar á Word skjöl.

“Vírus þessi hefur þá sérkennilegu virkni að hann vistar gjarnan afrakstur forritsins IPCONFIG yfir í textaskrá og hleður henni inn á ftp síðu okkar, ftp.complex.is. Þar með fengum við einstætt tækifæri til að fylgjast með ferðum vírussins út um allan heim og vara þá við sem sýkst hafa af honum,”
sagði Vesselin.

“Fyrir utan að safna tölfræðiupplýsingum um vírusinn höfum við reynt að vara notendur sýktra tölva við honum. Það hefur verið vandasamt í sjálfu sér, því þótt auðvelt sé að bera kennsl á sýktu tölvuna út frá IP-tölu hennar, en vandinn hefur hins vegar falist í að finna tölvupóstföng til að senda viðvörunina”, sagði hann og bætti við að það hefði verið meiriháttar vinna en búið hefði verið til lítið forrit til að auðvelda verkið.

Svo segir hann að viðbrögð notenda hefðu verið harkaleg og þeir fengið harðorðar skammanir í tölvupósti. Og sumir, auðvitað, litu á þetta sem rusl-póst og eyddu honum.

Ennfremur segir hann af niðurstöðunum að dæma þar sem um 97% viðtakenda vildu ekki sjá þessar tilkynningar , (sem ég vil meina að sé gróft spam), séu um 90% fólks í heiminum greindarskert!

“Kerfisstjórinn okkar segir reyndar að rétt tala sé 99 prósent, þannig að sannleikurinn er líklega þarn á milli, 97,4 prósent” Segir vasselin og vakti mikla kátínu ráðstefnugesta.

“Sérfræðingurinn á sviði vírusvarna segir þér að tölvan þín sé sýkt og ef þú vilt ekkert af því heyra þá hlýtur þú að vera heimskingi” bætir hann við.



Jæja, nú fæ ég umþað bil 20-30 ruslpósta á dag, og það er þrátt fyrir að ég sé með rusl-síu símans internets og láti þar allan líklegan póst eyðast fyrir mig.

Ekki myndi ég líta á það sem annað en hvert annað spam ef mér algerlega óþekkt fyrirtæki sem FRISK hlýtur að vera gagnvart flestum þeim notendum sem fá viðvaranir frá þeim til dæmis erlendis.

Einnig finnst mér nokkuð grófar njósnir vera í gangi þar sem hugbúnaður er keyrður hjá FRISK til að finna út netföng viðkomandi smitaðrar tölvu. Þetter væntanlega ekki þjónusta sem beðið hefur verið um.

Allavega mega FRISK gera sýnar víruskannanir á öðrum tölvum en mínum.

Svo hefur nýlega birst grein eftir Friðrik Skúlason

http://www.f-prot.com/news/gen_news/open_letter_10s ept2003.html

þar sem hann talar um að bandvídd sé eytt af vírusvörnum sem stilla póstþjóna sína rangt og senda ónauðsynilegar tilkynningar á ranga aðila.
Nú má benda á að umferð til þeirra frá þessum vírusi hlýtur að vera truflun á bandvídd og ætti þeir að loka á viðtöku viðkomandi upplýsinga úr IPCONFIG til að minka óþarfa netumferð.

Og að talsmaður FRISK skuli kalla fólk “greindarskert” og “heimskingja” af því að það er kannski ekki tilbúið að taka við óumbeðnum pósti frá fyrirtækinu, sem er líka lögbrot í flestum löndum að ég held, er ekki alveg það sem ég vil sjá
frá slíku fyrirtæki.

Ég myndi gjarnan vilja fá þessi orð tekin til baka um mig þar sem ég er alveg örugglega ekki tilbúinn að fá slíkar sendingar frá einhverju vírusvarnarfyrirtæki útí heimi.

En ég keyri mína vírusvörn, hef borgað fyrir hana, mun uppfæra hana reglulega og þarf ekki á því að halda að kalla mig greindarskertan heimskingja þó ég vilji ekki óumbeðin póst.

Hið verra er að vírusvörnin mín heitir f-secure,,
og hún notar víst hugbúnað frá vinum mínum hjá FRISK!