Í öllum helstu dagblöðum landsins er nú kynnt 3 daga frítt download af síðunni www.tonlist.is

Skrárnar eru læstar .wma (windows media player) skrár…og keyrir media playerinn sjálfkrafa uppfærslu upp í “Windows Media Rights Manager V7” til að geta spilað skrárnar.

Ekki er til (mér að vitandi) crack gegn þessum nýjasta lás Microsoft “DRM” (Digital Rights Management)…en þó er til lás gegn eldri gerðum DRM. (http://members.home.nl/icq99/unfuck/index2.htm)

Per sónulega var ég fyrst mjög glaður að geta grafið upp gamla gullmola…en varð mjög vonsvikinn fyrir rest.

1. Þeir biðja mann um VISA númer (maður þarf muna eftir að afskrá sig til að þeir rukki mann ekki)
2. Gæði lagann eru bara 64k
3. Lögin sem ég downloadaði um morguninn virka ekki lengur núna seinnipartinn sama dag! WTF!?! (“licence not longer valid”)

Held að blóðsugurnar hjá Stefi séu hérna að verki!
Þeim er fátt heilagt. Ekki nóg með AÐ ÞAÐ SÉ ÞEIM AÐ KENNA að verð á geisladiskum hafi rokið upp…heldur koma þeir síðan með þetta nasista rusl!
“True words are never spoken”