Ég held að spammið sé orðið mesta umhverfisvndamál netsins. Það er enginn óhultur fyrir þessum ófögnuði og spammararnir eru sífellt að finna nýjar leiðir til að komast hjá filterum og bannlistum sem settir eru upp.

En varðandi allt þetta auglýsingaspam og pop up sem er farið að hægja ískyggilega ánetinu, þá fá margir einhverja tugi póstskeyta á dag og lenda í pop-up gluggum nánast hvar sem þeir klikka.

Mig langar til að spyrja; Hefur einhver sem les þetta einhverntímann keypt eitthvað sem hann hefur fengið sent í spam pósti eða pop-up????

Ég sjálfur HATA þær vörutegundir sem eru auglýstar svona og myndi leggja mikið á mig til að sniðganga þær.

Þetta getur bókstaflega ekki skilað miklu nema óánægðum netnotendum.