Til eru ýmsir vafrar en þrír eru þó stærstir, IE, NS og opera.
Persónulega þá þoli ég ekki IE né windows.

IE 5,5: (Internet Explorer)
Netið er hannað fyrir IE. Öll applet og svoleiðis eru tilkomin með IE og er erfitt fyrir hina að herma eftir í hraða IE vegna þess.
Vafrinn er stór og þungur í vinnslu og ekki góður fyrir gamlar tölvur.

NS 6: (netscape)
NS 6 er svo lengi að vinna að maður þarf að vera með Pentium 4 örgjöfa til að skjóta ekki rótum meðan hann er að opnast með javastuðningi. Flottasta útlitið er reyndar í þessum vafra að mínu mata og flestu fítusarnir.

Opera 5:
Opera er mesti snilldar vafri sem ég veit um en í Windows er mikið um að hann stoppi keyrslu vafrans, hvort það sé óvart eða Bill Gates þolir ekki samkeppni ætla ég ekki að fara í.
Vafrinn er sá léttasti með þægilegu umhverfi. Hægt er að opna marga glugga inní vafranum. Vafrinn er reyndar frekar hrár en það á eftir að lagast með komandi útgáfum. Mæli eindregið að þið náið í þennan vafra á www.opera.com (6mb án java 25 mb með java)

Vitið þið eitthvað sem ég veit ekki um þessa vafra?
Hvaða vafri finnst ykkur bestur?

P.S. Hendið IE í sjóinn.