Eins og margir eru orðnir pirraðir á gamla 56k módeminu sínu, þá hafa þeir skipt um internetenginu og fengið sér ADSL, sem er ekki hagkvæmur kostur að mínu mati!

Um daginn fór ég á línu.net þar er hægt að skrá sig á loftlínu tengingu. Var þessi tenging mjög ódýr! Innifalin eru 2Gb til útlanda, transfer innanlands ókeypis. 512kb kostar 7200kr á mánuði, 1mb-9700kr og 2mb 12200kr!

Svo ég fór að velta fyrir mér að fá þessa tengingu þar sem það borgar sig fyrir mig, er alveg fyrir 7þús á netinu á mánuði með módemi. Svo var ég að segja fólki frá þessu og sumir mældu með þessu en aðrir ekki !

Aðalástæðan sem ekki var mælt með þessu var að þetta frysi oft og að þegar röskun væri í lofti þá væri þetta hræðilegt til útlanda og maður fengi ekki nema 100kb í staðinn fyrir 250kb til útlanda!

Gæti einhver hér sagt mér meira um þetta?

Gleðileg Jól,
Bóndi.