Ég bý í Danmörku og var að fá mér ADSL tengingu. Mér fannst alltof dýrt að fá sítengingu heima og finnst það ennþá. Það kostaði ekki nema 5 þús kall að tengjast hérna ( innifalið módem og sía) og svo 4 þús á mánuði fyrir 256/128kb tengingu með ótakmörkuðu niðurhali. Nokkuð sanngjarnt. En svo sá ég hvað það kostaði að tengjast í Bretlandi, sem er miklu stærri markaður með tugum fyrirtækja að bjóða tengingar, og þá sá ég að tenging heima er kannski ekki svo ósanngjörn ef frá er talið takmörkun á niðurhali. Bretar virðast þurfa að punga út ca 15 þús kalli fyrir módem og síu og svo ca 4 þús kalli á mánuði, (ok! Reyndar 512/256 tenging! ) en samt!

Það er ljóst að það verður erfitt að venja sig við módem tengingu þegar ég flyt heim aftur. Hvað þá takmarkað niðurhal með ADSL. Eru menn að sætta sig við þetta? Er annars langt að bíða þess að maður geti notið ótakmarkað niðurhals á Fróni? Er ekki að koma samkeppni við Candat strenginn?