Google - I'm feeling lucky! Google býður upp á möguleika sem heitir “I'm feeling lucky” eða “Vogun vinnur, vogun tapar”.

Þessi möguleiki, eða takki er einn af þeim mest áberandi á Google en miðað við það þá er hann fáránlega lítið notaður eflaust vegna þess að fólk veit ekkert til hvers hann er.

Ef þú villt komast bara beint á fyrstu niðurstöðuna sem Google sýnir þér, t.d. ef þú vilt fara beint á opinberu heimasíðu Neverwinter Nights en manst bara ekki slóðina ferðu einfaldlega á google.com, skrifar “neverwinter nights” sem leitarorð, ýtir á “Vogun vinnur, vogun tapar takkann” og þá ferðu beint inn á Opinberu heimasíðu Newewinter Nights án allra milliliða.

Þetta sparar mikin tíma fyrir þá sem eru að leita að einhverju og vilja ekki eyða tíma í að hlaða inn og skoða leitarniðurstöður.