Það hafa komið svolitlar breytingar hvernig á að sýna stöðu áhugamála, reyndar soldið óþægilegt því að það er búið að taka út flettingar og prósentur og sést aðeins sæti áhugamáls og 100 efstu síðunar.

Endilega commentið þetta mál ef ykkur finnst þetta óþægilegt, gæti verið gott fyrir Vefstjóra að sjá hvernig notendur taka við breytingum.

Heppnin er að áhugamálið er í top 100! Við erum í 78 sæti, en veit ekki hvort það hafi verið einhver framför, soldið óþægilegt :P

Aðeins meira sem ég vil bæta við….
Takið þátt í Teiknikeppninni, sendið inn greinar, myndir, kannanir, tenglar og takið þátt í umræðum áhugamáls, vera óhrædd að taka þátt og sýna verk ykkar, við erum öll í sömu sporum í þessu áhugamáli, rétt? :)

Og endilega koma með hugmyndir fyrir áhugamálið!

Þessa stundina er ég t.d. að vinna í “Leit að Tenglum fyrir sjálflærdóm”, svona tutorial safn úr netinu, og er að áætla að setja inn kennslubækur, sem gætu hjálpað.

ps. Ætti maður að taka út Atburðir? Því að það er enginn að senda inn :(