Mér leiddist virkilega svo ég fór að hlusta á tónlist og teikna eitthvað í photoshop. ég varð frekar ánægð með myndina svo ég ákvað að gera bakrunn á hana. Þessi mynd er byggð á laginu The ghost of you með My chemical romance :D
tips are welcome ;D
Systir mín fékk mig til að teikna, þótt ég sé að mínu mati ekki góð í því. Þetta er í fyrsta skipti í 1-2 ár sem ég reyni að teikna eitthvað annað en fleygboga og annað stærðfræðirusl og þar að auki fyrsta mynd sem ég copya eftir annarri. Síðasta mynd sem ég teiknaði var örugglega eitthvað fáránlega einfalt og skakkt svo þetta eru mjög miklar framfarir.
Þetta málverk er eftir Salvador Dalí, málað árið 1935. 32 x 39 cm.