Þema 43- Gráhausar Enn skuluð þið afsaka myndgæði.

Þessi mynd er frábrugðin flestum öðrum verkum sem ég hef séð eftir sjálfan mig og af einhverjum ástæðum heillar hún mig á einhvern undarlegan hátt.

Þetta er mynd af Gráhausum að lenda á kornakri, en þeir eru ævaforn kynþáttur utan að úr geimnum sem hefur verið í sífelldu stríði við Eðlumenn (nöfn kynþáttanna eru einfölduð fyrir menn) um yfirráð á Jörðinni síðustu 100.000 ár. Eins og ég er að semja þetta í hausnum og mun einhvern tímann setja saman í bók munu Gráhausar tákna sósíalisma og Eðlumenn kapítalisma í baráttunni um yfirráð á Jörðinni.