Hringdrangi Þetta málverk er lokaverkefni minn í MYL504 sem er málunaráfangi. Þar var unnin hugmyndavinna og endað í einu lokaverki.

Mitt viðfangsefni er Hraundrangi og Jónas Hallgrímsson. Þetta verk á sér svolitla sögu sko.. Það byrjaði allt með að við fórum í LIM203(listum og menningu) á sýningu í Ketilhúsinu hérna á Akureyri sem var tileinkuð Jónasi Hallgrímssyni núna í haust. Þessi sýning snerti mig svolítið og kennarinn minn sem mér þykir mjög vænt um átti eitt verk þar og var með Hraundranga þar í aðalhlutverki. Svo nokkrum dögum seinna er ég að labba úti á götu og finn póstkort á götunni sem ég ákveð að taka upp. Og það er mynd af Hraundranga. Síðan þá tók ég það sem eitthvað tákn og verð mjög upptekin af Hraundranga og Jónasi. Fer að muna hvar Hraundrangi og Jónas hafa komið við sögu víða í mínu lífi..

Svo ég tek mynd af Dranganum og tek fjallalínuna og set hana í hring. Þetta er ekki góð mynd, svolítið erfitt að ná góðri mynd.. En þarna er texti í nokkrum brotum sem segir: “hlekki brýt ég hugar og heilum mér fleygi faðm þinn í” sem er brot úr Ferðalokum Jónasar.

Akrýl á striga, 80 x 80