Kona - Skissa Sæl öllsömul

Margt hefur gerst síðan ég sendi hingað inn mína fyrstu mynd (hún hét “No Comment”). Þess má geta að ég breytti notendanafninu mínu úr Crasy í Spödd.

Mér var hætt að ganga vel á nátturufræði braut og ég vissi eginlega ekkert hvað mig langaði að gera. Ég fór að hugsa mig um og svo fór ég einhvað að prófa að teikna. Svo bara fílaði ég það í botn og filltist allur af hugmyndum sem ég púnktaði hjá mér. Þetta var fyrir um 7 mánuðum.
Ég fór einhvað að stúdera þetta og tala við mömmu um að það væri ábiggilega geðveigt gamana að fara í myndlistarnám í RVK. Mömmu leist strax vel á þetta og sá hvað ég var spenntur fyrir þessu. Svo var líka ágætt að ég var búinn með allann kjarnann og átti bara eftir að taka einn stæ áfanga og tvo ísl áfanga til að ná stúdentinum. Núna er ég í FB að læra að teikna og fynnst það frábært og gengur bara mjög vel.

Ég hef ekki sent inn neitt lengi en langaði að senda inn hérna eina skissu sem ég var að vinna að núna áðann. Hún er ókláruð, var bara að gera einfölu línurnar og stellinguna.
Eins og áður þá væri rosalega gott að fá garínin comment frá ikkur og fá að vita hvað ikkur fynnst. Maður lærir bara af því. :Þ
Afsakið stafsetningar villur…